Inspired by Iceland
mbl.is - Tóku þátt í sjálfboðamaraþoni
24.10.2011

Nýlega fóru fimm ungmenni, þær Anja Rún Egilsdóttir, Brynja Bjarnadóttir. Lilja Salóme Pétursdóttir , Sjöfn Ýr Hjartardóttir  og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS í 10 daga ferð til Banská Štiavnica  í Slóvakíu til þess að taka þátt í svokölluðu sjálfboðamaraþoni.

Alls voru þar 20 þátttakendur frá fjórum löndum, Frakklandi, Ítalíu, Íslandi og Slóvakíu. Verkefnið er styrkt af Youth in Action-áætluninni. Það var sett á laggirnar í tilefni af ári sjálfboðaliðans 2011 og var markmiðið að kynna sjálfboðaliðastarf og hvetja fólk til þátttöku í sjálfboðastarfi á heimaslóðum.

mbl.is - Tóku þátt í sjálfboðamaraþoni
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters