Inspired by Iceland
reykjavik.is - Útivistarrjóðrin í Grafarholti vígð
29.10.2009

Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið samvinnuþýðir í þetta sinn létu íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals sig ekki vanta við vígslu fyrstu rjóðranna.

Komið var saman í rjóðrinu austan Sæmundarskóla við bakka Reynisvatns þar sem rjóðrin voru formlega opnuð íbúum. Dagskráin var óformleg og hófst með því að skólabörn úr Sæmundarskóla tóku lagið. Guðmundur Hrafn Arngrímsson verkefnastóri sagði frá vinnunni og aðkomu ungmenna frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS , unglingum úr báðum grunnskólum hverfisins og foreldrum.

Gísli Marteinn Baldursson vatt sér uppá borð og talaði um mikilvægi frumkvæðis frá íbúum og kraftinn sem leystur er úr læðingi þegar íbúar og borgarstofnanir vinna saman að verkefnum nærumhverfinu. Að lokum var viðstöddum boðið í göngu með Höskuldi Jónssyni hinum kunna útivistar manni um svæðið. Verkefnið Útivist og hreyfing er styrk af Forvarnar og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að skipuleggja fjögur rjóður sem verða áningarstaðir á fallegri gönguleið um nágrenni Reynisvatns og eru.

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-345/139_read-17352/

reykjavik.is - Útivistarrjóðrin í Grafarholti vígð
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters