Inspired by Iceland
245.is - Umhverfisátak í Sandgerði
19.08.2007

Hópurinn SEEDS, SEE beyonD borderS staddur hér í Sandgerði.

Nú er umhverfisátak í gangi í Sandgerði og verður fram að Sandgerðisdögum. Settir hafa verið upp gámar við áhaldahús bæjarfélagsins og hvetur bæjarráð húsráðendur og fyrirtæki bæjarfélagsins að taka þátt í átakinu.

Hópur á vegum SEEDS er nú staddur í Sandgerði og mun taka þátt í átakinu næstu daga. Ljósmyndari hitti hópinn í kvöld á veitingastaðnum Vitanum. Ýmsir aðilar koma að styrkveitingu: Vitinn býður öllum í mat, Hópferðir Sævars Baldurssonar sjá um að ferja hópinn á milli staða og Bláa Lónið býður frítt til sín.

Auk þess styrkir Sandgerðisbær SEEDS-hópinn.

http://245.is/displayer.asp?page=44&Article_ID=614&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP~Pg44.asp

245.is - Umhverfisátak í Sandgerði
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters