Inspired by Iceland
fiskidagur.muna.is - SEEDS - Erlendir sjálfboðaliðar...
04.08.2007

20 erlendir sjálfboðaliðar á vegum Fiskidagsins mikla

S.l fimmtudagskvöld 2. ágúst komu til Dalvíkur 19 erelndir sjálfboðaliðar sem munu dvelja í Dalvíkurbyggð í tvær vikur og aðstoða við Fiskidaginn mikla, m.a. munu þau snyrta, pakka fiski, skreyta, sjá um 5000 vináttublöðrurnar sem verður sleppt á Vináttukeðjunni, grilla mat, aðstoða við dagskrá og fleira. Þau munu einnig njóta gestrisni heimamanna, Landflutningar Samskip bjóða þeim til Grímseyjar með Sæfara, Simbi og Ella í Tvisti bjóða þeim á hestbak, heimamenn bjóða þeim í mat og margt fleira. Sjálfboðasamtökin sem þau koma frá heita SEEDS og hafa aðsetur á Íslandi. Þau koma frá 9 þjóðlöndum, Frakklandi, Japan, Bandaríkjunum, Þýskalandi,Kóreu, Ítalíu, Ungverlalandi, Portúgal og Spáni. Einn sjálfboðaliðanna Frank Verriest 42 ára kokkakennari er að koma til Íslands í þriðja skipti og eitt af þeim þá var hann óvænt staddur hér á Dalvík á Fiskidaginn mikla 2004 og varð verulega hugfanginn af hátíðinni og umhverfinu og er nú kominn aftur til að leggja hönd á plóginn. Heimasæturnar Telma Óskarsdóttir og Íris Daníelsdóttir eru tengiliðir og aðstoðarkonur hópsins.

Fiskidagurinn mikli þakkar eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð vegna fæðis fyrir hópinn:

Samherji.

Norðlenska.

Kjarnafæði.

MS.

Íbúum sem bjóða þeim heim.

http://www.fiskidagur.muna.is/?mod=frettir&view=one&id=110

fiskidagur.muna.is - SEEDS - Erlendir sjálfboðaliðar...
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters