Inspired by Iceland
Akranes.is & Skessuhorn.is - Sjálfboðaliða SEEDS á Akranesi
19.07.2007

Sjálfboðaliðar á vegum Seeds voru að störfum á Akranesi frá þriðja til sautjánda júlí.

Hópurinn vann m.a. að tiltekt og endurbótum á tjaldsvæði bæjarins, auk hreinsunarstarfs við strandlengju Krókalóns og við hjallana á Breiðinni. Seeds eru íslensk samtök, óháð stjórnvöldum og rekin án hagnaðarsjónarmiðs. Þau bjóða ungu fólki frá hinum ýmsu Evrópulöndum að koma og vinna á Íslandi gegn því að fá fæði og húsnæði. Með þessum hætti leitast Seeds við að stuðla að mismunandi menningu, sameiginlegum skilningi og verndun umhverfisins.

Verkefnið á Akranesi er unnið í samráði við bæjaryfirvöld auk þess að þiggja aðstoð frá umhverfissamtökunum Bláa Hernum. Að sögn Tómasar Guðmundssonar, markaðsfulltrúa Akraneskaupstaðar, hefur bærinn undanfarið verið að biðja fólk um að hreinsa til í sínu sínu nánasta umhverfi. Auk Seeds hópsins mun bærinn fá sjálfboðaliða frá Veraldarvinum á næstunni í fleiri umhverfistengd verkefni. Hann segir sjálfboðaliðana frá Seeds duglega og skemmtilega og að gaman hafi verið að kynnast þeim.

Sjá nánar á vef Skessuhorns http://www.skessuhorn.is/default.asp?sid_id=24845&tId=99&fre_id=59261&meira=1&Tre_Rod=001|002|&qsr

http://www.akranes.is/default.asp?sid_id=5502&tid=99&fre_Id=59311&Tre_Rod=

Akranes.is & Skessuhorn.is - Sjálfboðaliða SEEDS á Akranesi
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters