Inspired by Iceland
reykjavik.is - Vefur Reykjavíkurborgar - Fjöruhreinsun í Viðey
11.06.2007

Laugardaginn 2. júní s.l. fór fram fjöruhreinsun í Viðey. Um var að ræða sameiginlegt átak Reykjavíkurborgar, Viðeyingafélagsins og Skátafélagsins Landnema í Reykjavík.

Fjöruhreinsunin var liður í hreinsunarátaki í Viðey því seinni í sumar stendur til að í Viðey starfi tveir hópar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS en eitt meginverkefni hópana verður fjöruhreinsun í eyjunni.

Viðeyingafélagið er með félagsheimili sitt í Viðey í gömlum vatnstanki frá tíð “Milljónafélagsins” og hreinsuðu félagsmenn meðal annars húsgrunna og plön gamla þorpsins. Er hreinsunin liður í undirbúningi að Viðeyjarhátíð þann 25. ágúst þar sem minnst verður að 100 ár eru liðin frá stofnun “Milljónafélagsins” sem hét réttu nafni P. J. Thorsteinsson & Co. En stofnun félagsins markaði upphafi að byggingu þorpsins í Viðey sem varð miðstöð þessa útgerðarrisa.

Skátafélagið Landnemar í Reykjavík halda á Jónsmessunni Landnemamót sitt í Viðey og hafa gert í áratugi. Í fjöruhreinsuninni var tekið til handagagns töluvert magn timburs sem notað verður í Sólstöðuvarðeld föstudagskvöldið 22. júní. Varðeldurinn er hluti af Landnemamótinu en almenning gefst tækifæri á að taka þátt og upplifa sanna skátastemningu í Viðey. Á undan verður þreytt Skúlaskeið, Felix Bergsson leikari skemmtir og öllum boðið í grillveislu. Eftir varðeldinn verður svo miðnætur- og lífsfagnaðarmessa.

reykjavik.is - Vefur Reykjavíkurborgar - Fjöruhreinsun í Viðey
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters