Inspired by Iceland
Morgunblaðið - Fjöruhreinsun og gróðursetning
29.07.2007

UNDANFARIÐ hafa níu sjálfboðaliðar frá samtökunum SEEDS verið að störfum á Kópaskeri og Raufarhöfn á vegum Norðurþings. Sjálfboðaliðarnir sem voru frá sex ólíkum löndum, unnu aðallega að gróðursetningu og fjöruhreinsun á meðan á dvöl þeirra stóð.

Að venju héldu þau alþjóðakvöld á Kópaskeri þar sem íbúum og gestum gafst kostur á að kynnast heimalöndum sjálfboðaliðanna en hvert þjóðarbrot var þar með sinn bás þar sem hægt var að fræðast um mat og menningu hverrar þjóðar en að auki var taílenskur bás og íslenskur bás á vegum heimamanna svo unga fólkið frá SEEDS fékk einnig að smakka þjóðlegan íslenskan mat.

Morgunblaðið - Fjöruhreinsun og gróðursetning
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters