Inspired by Iceland
BB.is: Alþjóðlegir sjálfboðaliðar á Bíldudal
30.05.2007

Hópur sjálfboðaliða er væntanlegur til Bíldudals í dag á vegum samtaka sem nefnast See beyond borders eða SEEDS. Hópurinn, sem telur 21 mann, samanstendur af fólki sem stundar nám á mörgum sviðum víða að úr heiminum, frá Kanada, Bandaríkjunum, Belgíu, Englandi, Frakklandi, Ungverjalandi, Ástralíu, Ítalíu, Hollandi, Tékklandi, Portúgal, Slóveníu og Póllandi. Þau munu dvelja á Bíldudal fram á laugardag og vinna að ýmsum verkefnum, má þar nefna talningu fugla á Bíldudal og Bíldudalsvogi, trjárækt í görðum auk þess sem þeir munu standa fyrir kennslu á afrískum dansi. Nánar er sagt frá þessu á Bíldudalsvefnum.

Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: Alþjóðlegir sjálfboðaliðar á Bíldudal
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters