Inspired by Iceland
BB.is: 30 ungmenni í listsmiðju
21.08.2009

Nær þrjátíu ungmenni taka nú þátt í listsmiðju í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Það eru TOS ungmennaskipti sem standa að verkefninu en smiðjan stendur yfir vikuna 17. – 21. ágúst. TOS er hluti af alþjóðlegu neti samtaka sem vinna að sams konar verkefnum víða í Evrópu. Þetta er fyrsta verkefni TOS á Íslandi en samtökin hafa áður tekið þátt í fjórum fjölþjóðlegum verkefnum á síðasta ári. Að TOS standa systurnar Hólmfríður og Ásta Þórisdætur. Listsmiðjan hefur yfirskriftina Sjóræningja Völundarhús og er fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Verkefnið felst í að setja upp skynjunarleikhús þar sem unnið er með ýmiskonar skynhrif og tilfinningar og lýkur vinnunni með sýningu fyrir boðsgesti að kvöldi föstudags kl. 20. Þátttakendur vinna með ýmis listform og blanda saman þáttum úr mismunandi listgreinum eins og leiklist, myndlist og tónlist.

Nemendur í framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði taka þátt í verkefninu auk þess sem fjölþjóðlegur hópur sjálfboðaliða frá SEEDS kemur að því. Sýningin er sett upp í gömlu smiðjunni í Sjóræningjahúsinu þar sem innréttingar og verkfæri eru nýtt sem leikmynd. Frá þessu er greint á vef Patreksfjarðar.

Smelltu hérr til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: 30 ungmenni í listsmiðju
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters