Inspired by Iceland
BB.is: SEEDS-liðar hjálpa til við Hamingjudaga
01.07.2010

Sex sjálfboðaliðar frá SEEDS (See Beyond Borders) eru komnir til Hólmavíkur og verða í tvær vikur að störfum fyrir Strandabyggð. Þeir vinna að Hamingjudögum og tengdum verkefnum í þessari viku en að umhverfisverkefnum í næstu viku. Sex sjálfboðaliðar samtakanna heimsóttu sveitarfélagið einnig í fyrra og í lok síðasta sumars gáfu skipuleggjendur heimsóknarinnar það út að vinna hópsins hefði verið til fyrirmyndar og öll samskipti við SEEDS skilvirk og góð. Lögðu þeir til að sjálfboðaliðum frá SEEDS yrði boðið á ný til Strandabyggðar næsta ár.

Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: SEEDS-liðar hjálpa til við Hamingjudaga
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters