Inspired by Iceland
BB.is: SEEDS-liðar hreinsuðu til við Galtarvita
12.07.2010

Hópur sjálfboðaliða, sem samanstóð af fólki frá ýmsum þjóðlöndum, dvaldi um tveggja vikna skeið í Galtarvita við Súgandafjörð í júní við hreinsun og lagfæringar. „ Þetta var fólk alla leið frá Slóvakíu, Austurríki, Hollandi, Þýskalandi, Finnlandi, Englandi, Ítalíu og Belgíu, og líka kom ein beint frá Seol í S-Kóreu í vitann,“ segir Ísfirðingurinn Ólafur Jónasson, einn af eigendum Galtarvita. SEEDS, See beyond borders, eru alþjóðleg samtök sem vilja stuðla að auknum skilningi fólks á náttúru og umhverfi og samskiptum ólíkra þjóða og menningar. Ólafur segist afar ánægður með hvernig samstarfið tókst. „Þetta gekk framar vonum og það komu ekki upp nein vandamál. Húsið var undirbúið fyrir málun, allt rusl hirt af jörðinni, girðingar voru rifnar niður, undirbúinn var gróðurreitur og ýmislegt fleira.“

Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: SEEDS-liðar hreinsuðu til við Galtarvita
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters