Inspired by Iceland
BB.is - Ánægja með Seeds-liða á Vestfjörðum
01.08.2012

Seeds-samtökin, sem eru íslensk sjálfboðaliðasamtök, hafa fjölmörg verkefni á sínum snærum á Vestfjörðum í sumar. „Við erum með um 1.200 sjálfboðaliða sem koma til landsins ár hvert og sinna um 120 verkefnum um land allt og eru 10-20% þeirra á Vestfjörðum,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri samtakanna. Oscar segir að verkefnin á Vestfjörðum séu með þeim vinsælustu sem samtökin bjóða upp á. Flest þeirra eru tengd umhverfinu og almennri útiveru s.s. á Galtarvita, á Flateyri, í Heydal og í Djúpavík.

Þá hafa Seeds-liðar unnið að verkefnum í tengslum við hátíðarhöld eins og við tónlistarhátíðina Við Djúpið og Reykhóladaga. Oscar segir að almenn ánægja hafi verið með verk Seeds-liðanna á Vestfjörðum en margir þeirra hafa fylgt samtökunum frá upphafi. Samtökin taka við erlendum sjálfboðaliðum sem vilja fá að koma til landsins og vinna að samfélagslegum verkefnum í tengslum við náttúruvernd og umhverfið. 

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=176287

BB.is - Ánægja með Seeds-liða á Vestfjörðum
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters