Inspired by Iceland
Rás 2 - Önnuðust 30 kílóa slöngu
25.07.2012

Sjálfboðaliðar á vegum íslensku samtakanna SEEDS eru nýkomnir heim frá Póllandi þar sem þeir störfuðu að dýravernd. Meðal þess sem sjálfboðaliðarnir gerðu var að annast risavaxna slöngu, Misu, sem er orðin 30 kíló og því ansi fyrirferðarmikil.

Selma Jónsdóttir sjálfboðaliði og Unnur Silfá Eyfells, upplýsingafulltrúi SEEDS voru gestir Morgunútvarpsins. Þær sögðu frá ferðinni til Póllands og því hvernig slöngur, eðlur, köngulær og skjaldbökur þurfa ummönnun eftir að þeim er sleppt út í náttúruna, þegar þær stækka. Þessi dýr geta nefnilega haft óæskileg áhrif á umhverfið.

Hægt er að nálgast upptöku af viðtalinu með því að smella hér

 

Rás 2 - Önnuðust 30 kílóa slöngu
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters