Inspired by Iceland
Vikudagur.is - Göngustígar lagðir um fornleifasvæðið á Gásum
15.07.2012

Undirbúningur Miðaldadaga á Gásum er kominn á fullt og víða um land er fólk að útbúa sér strúthettur. Strúthettur voru mjög í tísku víða í Evrópu á miðöldum og ekki síður á Íslandi, enda voru Íslendingar svo miklir tískupinnar að biskupinn í Skálholti sá sig tilneyddan árið 1359 að banna klerkum og djáknum að bera strúthettur með meira en 60 cm langan strút. Þeir sem gengu lengst í tískunni festu að auki litlar bjöllur á strútinn og jafnvel á tána á skónum sínum líka. Einnig var mjög í tísku að ganga í víxlskálmum, þ.e. aö önnur skálmin væri græn og hin rauð.

Hópur sjálfboðaliða frá SEEDS samtökunum er að leggja göngustíga við fornleifasvæðið á Gásum. Þar opnast fallegur gönguhringur og aðgengi að hinum forna verslunarstað batnar til allra muna.

Skúli Gautason,umsjónarmaður Miðaldadaganna í ár, segir að göngustígarnir muni breyta heilmiklu við Gásir. “Allt aðgengi gjörbreytist til batnaðar og æ fleiri kveikja á því hvað þetta er fallegur og skemmtilegur staður að heimsækja. Uppbyggingin þarna er rétt að byrja og ótakmarkaðir möguleikar á svæðinu.“  Verið er að leggja lokahönd á miðaldabát sem verður sjósettur fyrir Miðaldadagana og verður við Gáseyri meðan á hátíðinni stendur. Miðaldadagar á Gásum verða haldnir frá föstudeginum 20. júlí til sunnudagsins 22. júlí. Opið verður alla dagana frá kl. 11-18.

http://vikudagur.is/vikudagur/nordlenskar-frettir/2012/07/15/gongustigar-lagdir-um-fornleifasvaedid-gasum

Vikudagur.is - Göngustígar lagðir um fornleifasvæðið á Gásum
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters