Inspired by Iceland
BB.is - SEEDS-liðar aðstoða á Reykhólum
15.07.2012

Tólf manns frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS koma til starfa í Reykhólahreppi miðvikudaginn 18. júlí og verða til mánaðarmóta. Hópurinn mun starfa við undirbúning Reykhóladagana sem haldnir verða 26.-29. júlí. Vikuna 19.-25. júlí getur fólk fengið sjálfboðaliðana í heimsókn, til aðstoðar við að fegra umhverfið fyrir hátíðina.

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS voru stofnuð árið 2005. Þau taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis- og menningarmála. SEEDS skipuleggur vinnubúðir um allt land í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og sveitarfélög.

Þeir sem vilja fá sjálfboðaliðana til starfa þurfa að hafa samband við Hörpu í síma 894 1011 eða í tölvupósti á info@reykholar.is fyrir 18. júlí. Hún veitir nánari upplýsingar og tekur auk þess á móti ábendingum um staði eða svæði þar sem taka mætti til hendinni til fegrunar. 

http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=175972

BB.is - SEEDS-liðar aðstoða á Reykhólum
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters