Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti SEEDS sjálfboðaliðum á Bessastöðum mánudaginn 15. nóvember.
Heimsóknin var í tilefni að fimm ára afmæli samtakanna en sex daga hátíðardagskrá stendur yfir þar sem 25 núverandi og fyrrverandi sjálfboðaliðar SEEDS frá 11 löndum eru saman komnir til þess að fagna þessum tímamótum. Ólafur Ragnar ræddi um umhverfismál á Íslandi sjálfboðaliðarnir fengu tækifæri til að spyrja hann út í hin ýmsu málefni.
Sjálfboðaliðarnir hafa einnig heimsótt fyrrum verkefni í Bláfjöllum og í Reynislundi og skoðað hvernig þau hafa þróast, vaxið og dafnað síðan þau unnu að þeim. Sjálfboðaliðarnir stóðu líka fyrir umhverfisvakningu á Bústaðarveginum, þar sem vakin var athygli á umhverfismálum ásamt því að gefa svöngum bílstjórum og farþegum þeirra fríar vöfflur á leið til vinnu.
Einn af hápunktum hátíðarinnar er Umhverfisráðstefna SEEDS í samstarfi við Landvernd og Umhverfisstofnun í Iðnó í dag, frá kl 14 – 18. Á ráðstefnunni verða tekin dæmi um umhverfisvæn samfélög og þátt alþjóðlegra sjálfboðaliða í umhverfismálum á Íslandi. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunnar mun opna ráðstefnuna og er heiðursgestur hennar Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður