Inspired by Iceland
SEEDS sendir hóp til að taka þátt í hreinsunarstarfseminni fyrir austan!
25.04.2010

SEEDS sendir hóp til að taka þátt í hreinsunarstarfseminni fyrir austan þann 28. apríl og aðstoðar þannig íbúa svæðisins við að takast á við afleiðingar eldgossins. Þátttakendurnir koma frá Frakklandi, Ítalíu, Slóvakíu, Slóveníu, Lettlandi, Danmörku Ísrael og Serbíu til þess að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.

Við höfum fengið góð viðbrögð úr mörgum áttum. Lagt verður af stað frá skrifstofu SEEDS að Klapparstíg 16, 101 Reykjavík um klukkan 9:00. Hópurinn fær hádegismat í Heimalandi við komuna til þess að fá orku fyrir verkefnið, unnið fram eftir degi og komið í bæinn um kvöldmatarleytið. Áhugasamir sendi okkur e-mail til staðfestingar um þátttöku á seeds@seedsiceland.org

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters